Gjafavara

Krummastyttur úr áli

Segja má að hrafninn sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru.

Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru.
Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári.


Margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum eru kunnar í íslenskum heimildum, svo ekki sé minnst á fjölda vísna, ljóða og söngtexta um þennan skemmtilega fugl sem öðrum fremur mætti kalla þjóðarfugl Íslendinga.

Sumir segja að þeir sem skilji hrafnamál séu gáfaðri en aðrir.
Aðrir segja að ef hrafn hoppi hingað og þangað uppi á húsum, skipti um hljóð og krunki upp í loftið, hristi vængina og yppti fiðrinu, boði það að einhver maður sé að drukkna. Velþekkt er að flug hrafna boði annaðhvort feigð eða fararheill, eftir því í hvaða átt þeir fljúga yfir mann.


Sennilega er frægasta vísa sem samin hefur verið um fugl á íslenskri tungu eftirfarandi vísa:


Krummi krunkar úti
kallar á nafna sinn:
„Ég fann höfuð af hrúti
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér
krummi nafni minn.
Komdu nú og kroppaðu með mér
krummi nafni minn.“

Krummastytturnar eru gerðar úr áli og eru fáanlegar í 2 mismunandi útfærslum og eru svarthúðaðir. Þær eru um 20 cm á hæð
Tegund