Nýjar vörur

Friðartré takmarkað upplag

 

Friðartréð var hannað útfrá þeirri hugmynd minnu um að brottflutt börn og ættingjar sem fóru t.d. í nám og vinnu erlendis koma oftast heim á jólunum til að gleðjast með fjölskyldunni og minna því á farfuglana sem koma heim í kósýjól. Tréð er því táknrænt fyrir þessa hugmynd og mér þykir afar vænt um þetta jólaskraut.  Það hefur fengið heimili um allan heim og ég rakst meira að segja á eitt Friðartré í glugga á Jótlandi sem gladdi mig mikið.

 

Tréð er um 15 cm á hæð og úr hvítu pólýhúðuðu áli.  

 

Íslensk hönnun og framleiðsla.