Nýjar vörur

Kransahengi 3 týpur - SVART FORPÖNTUN

Eftir ansi hraða afgreiðslu á hugmynd sem kom upp kortér í jól höfum við útbúið 3 týpur af jólahengjum fyrir kransa á útidyrahurðir sem og innihurðir, fer eftir hvar hengjan er brotin niður. A er með stjörnu mynstri beggja vegna, B er jólatré og stjarna og C er einföld flöt festing án skrauts.  Festingin kemur flöt og þið brjótið hana eftir hentugleika, Athugið að aðeins er hægt að velja hurðarþykkt í eitt skipti. Ekki er hægt að brjóta aftur án þess að skemma festinguna. Hægt er að hengja kransa eða skraut beggja vegna hurðarinnar svo hún nýtist mjög vel. Hæðin á festingunni upp komin er 33 cm og breidd 3 cm. Festingin er úr áli og húðuð svört. Einn litur í boði til að byrja með. Endilega leggið inn pantanir og við sjáum þá hvað við leggjum mesta áherslu á. Pantanir verða vonandi afhentar í miðri næstu viku ef allt gengur upp. Með jólakveðju úr verksmiðju jólasveinsins og sveinku. María og Börkur. 

Útlit hengju