Nýjar vörur

Spiladósir - Fiðrildi ATH HVÍTT EKKI BLEIKT

Spiladósirnar frá Kristu eru unnar úr hvítum krossvið. 

Fiðrildið er einfalt og passar báðum kynjum auðvitað.

Spiladósirnar spila lagið Brahms lullaby og eru festar upp á þartilgerðri festingu sem heldur þeim kyrfilega á sínum stað á meðan snúið er upp á sveifina. Límmiðar fylgja hverri spiladós en það eru sæt fiðrildi sem fylgja spiladósinni. Einnig fylgir með textinn Góða nótt , Sofðu rótt sem er í silfurlit. Það er að sjálfsögðu val hvers og eins hvort þeir séu límdir á veggin í kringum spiladósina en það gefur henni flotta dýpt og er skemmtilega litríkt.