Skartgripir

Nafnanisti eftir pöntun

Nafnanistin hjá Kristu Design eru allt öðruvísi en önnur á markaðinum. Þau hanga lóðrétt og því meira eins og litlir skúlptúrar. Þau eru úr ryðfríu stáli og hanga í 70-80 cm ryðfrírri keðju en nistin eru skorin út hvert og eitt og því mikil handavinna sem fer í hvert stykki.

Við gerum öll nöfn sem ykkur dettur í hug en ef um tvö nöfn er að ræða þá verður nistið mögulega of langt svo endilega hafið þetta einfalt og fallegt. Stafirnir eru allir lágstafir og hægt að skrifa alla stafi stafrófsins að sjálfsögðu. 

Hægt er að panta nistin en þau eru afhent eftir um það bil viku stundum fyrr. Vinsamlegast skrifið nafnið sem á að gera í athugasemd. Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að senda póst á mariakristahreidarsdottir@gmail.com