Afmælisdagatal
990 kr
Krista Design hefur hér nú hannað og framleitt afmælisdagatal með 12 mismunandi mandölum. Það er tímalaust og fyllir viðkomandi inn í hvern mánuð afmælisdaga og tyllidaga vina og ættingja. Með þessu er auðvelt að fylgjast með afmælisdögum barnanna, barnabarna, ömmu og afa og jafnvel hægt að skrifa hjá sér brúðkaupsafmæli og fleira skemmtilegt.
Dagatalið er 7 síður, prentað beggja vegna á brúnan veglegan pappír og fylgir því klemma til að hengja upp á vegg og því auðvelt að losa í sundur og fylla út dagana. Á hverju spjaldi er lítið hamingjuheilræði sem við höfum gott af því að minna okkur á öðru hverju. Lífið er núna.
Deila: