Ljósberar - kertastandar

Kertastandur - Svala lítil

Notify me when this product is available:

Kertastandur fyrir útikerti - Out door Candleholder


Efniviður : Endurunnið hjólbarðagúmmí frá Gúmmívinnslunni og dufthúðað ál.

“Svala” er íslensk framleiðsla og hönnun. 
Um er að ræða kertastjaka fyrir útikerti, t.d. á leiði en einnig fyrir heimili, við innganga og tröppur svo eitthvað sé nefnt. 

Efniviðurinn er endurunnið gúmmí frá Gúmmívinnslunni á Akureyri og ál sem er dufthúðað og því sérlega sterkt og endingargott.

Stjakinn "Svala" er tileinkaður Svölu Dís Guðmundsdóttur sem lést í bílslysi í september 2016 en hún var aðeins átta ára gömul.

Hún var til heimilis á Siglufirði en Krista á einnig rætur sínar að rekja þangað og langaði að heiðra minningu þessarar litlu stúlku með nafngiftinni.
Hvíl í friði elsku Svala Dís.

Kostir “Svölu” eru þessir: 
Gúmmíið undir standinum verndar viðkvæma fleti eins og trépalla, málaðar tröppur og stéttar. 
Eins er standurinn þungur og því mjög stöðugur og traustur.

Stærð: 

Hæð: 200 mm
Breidd: 200 mm