Ljósberar - kertastandar

Vinur - ljósker hvítt

Vinur er kertastjaki á borð og er mini útgáfa af Bjarti sem er hugsaður fyrir útikerti. Vinur er hinsvegar hugsaður undir teljós og fylgir glerstjaki með. Nafnið Vinur tengist besta vini mannsins, hundinum eða kisunum sem oft eru kölluð bestu vinir mannsins og standa svo sannarlega undir nafni. Það er alltaf mjög leitt að missa kæran vin, líka þessa fjórfættu og vildum við framleiða vörur sem hægt er að gefa og sýna samhug ef slíkt ber upp á. 

Vinur er framleitt úr dufthúðuðu áli og kemur í hvítum og svörtum lit.

Stærð: 9.5 cm x 7.5 cm