Nýjar vörur

Lífstíll til framtíðar - VEFNÁMSKEIÐ

Til að kaupa sæti á námskeiðinu þá er linkur hér neðst í textanum.

Hér er á ferðinni netútgáfa af námskeiðinu mínu Lífstíll til framtíðar sem ég hef haldið í rúmt ár í mínu húsnæði. Ég útfærði þetta námskeið í kjölfar Covid ástandsins á sínum tíma en nú get ég náð til fleiri aðila úti á landi eða erlendis sem vilja kynna sér betur kosti þess að breyta um lífstíl og tileinka sér lágkolvetnamataræðið með ketó í grunninn til að koma sér af stað. Ég hef trú á því að netsamskipti séu komin til að vera og vil tileinka mér þá tækni að einhverju leyti.

Námskeiðið er kaflaskipt og mun ég fara yfir allar skyggnur 101 talsins í mynd en einnig er hægt að skoða námskeiðið í rólegheitum á pdf formi. Námskeiðslinkurinn er virkur í 10 vikur og ættir þú að geta komist yfir fyrirlesturinn á þeim tíma. Eftir að námskeiði lýkur getur þú bæst við í hópinn minn á Facebook, Lífstíll til framtíðar en þar er hægt að ræða saman um námskeiðið, koma með fyrirspurnir og tillögur sem nýtast öllum. Ég hlakka til að sýna þér hverju ég hef verið að vinna að og vonandi nýtist þér mín reynsla og fróðleikur í leið þinni að breyttum lífstíl.

Fyrsti hluti: 

Kynning á mér og leið mín í átt að breyttum lífstíl.
Hvað er Ketó, LKL
Hvernig grennist maður á því að borða fitu ?
Hvað er ketósa ?
Hvað borðar maður af fitu og próteini ef maður borðar 20 g af kolvetnum á dag.
Hvernig er best að fylgjast með hvað maður borðar mikið ?


Annar hluti:

Hver er ávinningur þess að fylgja mataræðinu fyrir utan þyngdartap ?
Þarf ég að hafa áhyggjur af kólestrólinu ? 
Hvað með heilavirknina, þurfum við ekki kolvetni handa heilanum ?
Hvernig losnum við við sykurþörfina á 3-5 dögum?


Þriðji hluti:

Venjur, hvað fær maður sér í staðinn ?
Morgunmatur
Millimál
Hvaða sætuefni má nota ? Hvað þýðir Polyolar ?
Hvað með vatnsdrykkju, er vatn nauðsynlegt ?
Má drekka orkudrykki ?

Fjórði hluti:

Hvað þá borða ?
Hvað fær maður sér í staðinn fyrir uppáhaldið ?
Hugmyndir af máltíðum
Meðlæti
Hvernig lítur þú á mat og hvaðan koma næringarefnin
Grænmeti, er það bannað ? EN ávextir, afhverju má ekki borða ananas ?
Hvernig er lesið aftan á matvörur ?
Hvað má borða margar hitaeiningar ?
Hvað með trefjarnar og c vítamínið ?

Fimmti hluti: 

Hvað notar maður í bakstur
Hvað er betra en annað
Afhverju er kalt bragð af sætunni ?
Hvað er þetta MCT ?
Er hægt að klúðra þessu mataræði ?
Hvað með áfengi, má drekka ?
Er þetta erfitt til lengdar ?
Hugarfar og kveðjuorð.

HVAÐ ER INNIFALIÐ Í NÁMSKEIÐINU

  • Kynningin sjálf um 100 myndskyggnur og kynning í myndbandi.
  • Fjórar góðar uppskriftir sem henta vel byrjendum, þær eru sýndar bæði á myndböndum og pdf uppskriftaspjaldi sem hægt er að hala niður.
  • Kynningin öll á pdf formi sem hægt er að lesa í rólegheitum.
  • Uppskriftapakki nr 12 með 10 uppskriftum á vefformi sem  hægt er að niðurhala og eiga í tölvu eða síma.Athugið að vefnámskeið eru ekki endurgreidd.