Nýjar vörur

Talnalist NÝTT hjá Kristu

Talnalist er tilvalið til kennslu á tölustöfunum og fjöldanum á bak við þá, fyrstu skrefin í samlagningu og frádrætti. Á einfaldan og skemmtilegan hátt.

Spilið inniheldur:
Spil með tölustöfunum frá 0-9 án mynda
Spil með fjölda á móti tölustöfum
Spil með táknunum + - =
Spil með bros- og fýlukörlum
Leiðbeiningaspjöld

LEIÐBEININGASPJALD
Hægt er að spila spilið á marga vegu, meðal annars sem:
-Veiðimaður
-Samstæðuspil
-Setja upp dæmi
Svo er um að gera að leyfa hugmyndarfluginu að ráða og útfæra leikinn á fleiri vegu

GÓÐA SKEMMTUN OG GANGI ÞÉR VEL AÐ LÆRA TÖLUSTAFINA OG TENGJA FJÖLDAN

VEIÐIMAÐUR:
Notið eitt sett af hverri samstæðu, t.d. spil með einni fimmu á móti spili með fimm punktum, eitt svona sett er einn slagur. Markmiðið er að para saman tölustafinn og fjöldann á bak við. Einnig er tvö + spil einn slagur o.s.frv. Ef dregin er bros- eða fýlukarl er fylgt þeim upplýsingum sem á þeim spilun eru.

SAMSTÆÐUSPIL:
Notið eitt sett t.d. spil með níu á móti spili með níu punktum. Spilin eru lögð á grúfu og parað er saman tölustaf á móti fjölda, samasem- ,plús-,mínusspil, bros- og fýlukarlar, eru einnig pöruð saman. Ekki þarf að nota öll þessi spil í einu. T.d. má nota aðeins þær tölur sem barnið er búið að læra eða er að læra og bæta svo smátt og smátt við.

Dæmaspil:
Spil með tölustöfum/punktum, sett er upp dæmi í samlagningu/frádrætti og útkomu. Spilað tveir saman sem skiptast á að setja upp dæmi, þar sem þarf að finna útkomu eða útkoman er komin og þarf að finna það sem vantar í dæmið til að það gangi upp t.d. 7+_=9 eða 8-5=_ 10=_+_. Bros- og fýlukarlar gilda allt. Gefa má hverju réttu dæmi stig, sá vinnur sem hefur reiknað fleiri rétt dæmi.
Smá fróðleikur um Ron Davis:
Ron fæddist 1940 og var greindur sem Kannis baby sem er hugtak sem síðar varð skilgreint sem einhverfa. Hann fann sig ekki sem einstaklingur, talaði ekki og kunni ekki að lesa og í raun talinn vera langt undir greindarmörkum. Um 17 ára aldur var þó einhver sem sá í gegnum þennan dreng sem náði ekki að tjá sig sökum einhverfunnar og þegar hann fór aftur í greindarprófsmælingu kemur í ljós að hann er stærðfræðiséni og langt yfir meðallagi í greind þrátt fyrir að kunna ekki að lesa og tala almennilega. 
Um 38 ára aldur var hann orðinn auðugur verkfræðingur þrátt fyrir þessa miklu námserfiðleika, á leið á eftirlaun langt um aldur fram þegar hann áttar hann sig að lesblinduna þyrfti að laga til að hann gæti funkerað í samfélaginu og eins og við flest skiljum texta útfrá myndum þá hjálpaði það honum ekki því hann myndaði ekki orð í huganum eins og margir aðrir, sá bara myndir fyrir sér sem er algengt hjá fólki með adhd, sérstaklega drengjum. Með því að stilla skynjunina og fækka áreiti í kringum stafi og orð, og nota ekki myndlíkingar í kringum stafi og orð eins og t.d. F og mynd af Fána þá ná þessir einstaklingar að einbeita sér betur að stafnum sjálfum.