Námskeið hjá Kristu

Langar þig að fræðast meira um lágkolvetna mataræðið eða KETÓ ? Veistu ekki hvar þú átt að byrja eða ertu óviss um hvernig þú ætlar að halda áfram eftir fyrstu vikurnar eða mánuðina á ketó eða lágkolvetna mataræðinu ? Ég kenni ykkur ekki að spæla egg né baka köku en fer yfir hráefni og útskýri hvað hentar best hverju sinni. Ég fer yfir hugmyndir um millimál, morgunmat og nesti og svara auðvitað spurningum varðandi matseld.

Ég býð einnig upp á vefnámskeið sem hægt er að taka ef þú kemst ekki í Hafnarfjörðinn til mín og kosta þau 6.900.- Hægt að skoða hér:

 

Námskeiðið tekur um 3 klt og er haldið í húsakynnum Kristu. Húsið rúmar um 10 manns svo það komast stundum færri að en vilja. 

Innifalið er kynningin sjálf, uppskriftir sem við bjóðum upp á og einn uppskriftapakki að eigin vali.

Lágkolvetna lífstíll er lífstíll sem ætti að hugsa til framtíðar
því líf án sykurs er svo miklu auðveldara en maður heldur.

Þeir sem hafa áhuga fara inn í verslun og finna námskeiðadagsetningu
sem hentar.