Volant ilmkjarnaolíulampi - lampi / ilmur /raki /vellíðan TERRACOTTA
15.500 kr
Ilmkjarnaolíulampi eða einfaldlega rakatæki. Gullfalleg látlaus hönnun. Lampinn er bæði með ljósi og rakagjafa sem hægt er að nota sem ilmolíulampa fyrir þá sem nota olíur.
Volant lampinn er handgerður ilmolíulampi. Ytra lagið er úr postulíni og ilmgjafinn sjálfur úr BPA fríu plasti. Lamparnir koma í fjórum mismunandi litum, svartur, grár, hvítur og terracotta og eru einfaldir og smekklegir á hvert heimili.
Hvort sem þú vilt nota lampana sem rakatæki eða ilmgjafa þá gefa þeir heimilinu skemmtilegan blæ og eru falleg viðbót.
Hægt er að nota þá með þeim olíum sem henta hverjum og einum en ilmkjarnaolíurnar sem Volant velur víðsvegar að úr heiminum eru 100% náttúrulegar og eru fáanlegar í nokkrum útgáfum sem verða fáanlegar á vefversluninni hægt og rólega.
Slökun, fókus, orka eru helstu styrkleikar olíunnar en vellíðan er megintilgangur vörunnar.
Lampinn er með innbyggðri led lýsingu og hægt að hafa kveikt á ljósinu í tveimur styrkleikum.
Þetta er glæsileg en jafnframt minimalisk skandinavisk hönnun frá frændum okkar í Noregi en fyrirtækið Volant var stofnað af norðmanni sem hóf framleiðslu á
þessum fallegum lömpum á heimili sínu og afgreiddi fyrstu pantanir sínar allar sjálfur á hjóli. Í dag leiðir hann teymið sitt frá höfuðstöðvum Volant í Osló.
Auktu vellíðan þína á auðveldan hátt með lampa frá Volant.
Lampinn gengur fyrir rafmagni.
Olíur:
Að finna réttu olíuna sem hentar hverjum og einum getur verið mikill höfuðverkur en hér ágætis yfirferð á hvað olíurnar geta gert fyrir okkur og innihald þeirra:
Sítrus olíur
- Orange: Stress Down
- Bergamot: Mood Boost
- Grapefruit: Focused Energy
- Lemon: Freshen Up
Jurtaolíur
- Clary Sage: Concentrate
- Chamomile: Relax and Sleep
- Eucalyptus: Fight Colds
- Lemongrass: Relieve Stress
- Peppermint: Feel Energetic
- Rosemary: Perform at Work
- Tea Tree: Cleanse Your Home and Skin
Viðarolíur
- Cedarwood: Reduce Stress
- Cinnamon: Find Focus
- Frankincense: A sense of calm
- Sandalwood: Mood lift
- Spruce: Reduce inflammation
Blómaolíur
- Geranium: Calm Down
- Jasmine: Better mood
- Lavender: Sleep Well
- Ylang Ylang: Perfect for massage
Volant setur saman þónokkrar tegundir af olíum þar sem þessum olíum hefur verið blandað saman og úr verður ótrúlega góður ilmur með mismunandi áherslum.
Date night er td. mitt uppáhald eins og er. Hún er samsett úr Amber, Lavender, Frankincense and Bergamot.
Ég er hrifnari af krydduðum olíum og ekki of mikilli sítrúslykt og er að finna út hvaða lykt ég mun elska mest næst.
Deila: