Grafík

Brauð og eftirréttir Kristu 2013-2020 VEFBÓK

Já þessi elsku bók mín kom út árið 2013 eftir stutt og fróðlegt ævintýri með útgáfufyrirtækinu Sölku. Ég fór með lítinn draum í maga á fund í október og bókin var gefin út nokkrum vikum síðar og allt í einu var ég farin að kynna sykurlausar kökur ásamt Evu Laufey Kjaran sem bauð upp á sykraðar kökur og Evu Dögg sem var að gefa út tískubókina sína. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími en ekki endilega það sem ég vil gera í framtíðinni þótt reynslan hafi komið sér mjög vel og vinskapurinn er góður enn í dag.

Bókin var hálfgerð fæðing barnsins míns sem var á þeim tíma blogg sem ég hafði unnið að í 9 mánuði og það má segja að útgáfan á bókinni hafi verið uppskeran. Ég kom auðvitað ekki upp orði á útgáfuhófinu, grét úr mér augun og það var allt mjög dramatískt við þessa bók frá upphafi til enda. Ég fékk ekki mikla auglýsingu á bókina og fór hún svona létt og leynt í gegnum bókaflóðið en þeir sem eignuðust hana halda víst mikið upp á hana og ég held vel upp á mitt eina eintak sem ég nota oft. Bókin verður ekki gefin út á prenti aftur svo hér er hún komin á vefformi (pdf) sem er hægt  að sækja í tölvur og nota.

Ég vona að ykkur líki vel við, bókin er auðvitað gefin út fyrir nokkrum árum og hefur hráefnisúrval aukist til muna svo um að gera að nota þau sætuefni sem þið elskið en í grunninn er hún mjög góð til brúks. 

Dreifing, breyting eða afritun á innihaldi þessu efni er óheimil enda hugsað til einkanota kaupanda.

Engin leyfi eða önnur réttindi eru gefin í gegnum vefinn til nýtingar á hugverkum sem eru innan hans.
Afritun, dreifing, eftirprentun, áframsending og önnur notkun á þessum vernduðu hugverkum er ekki heimil án skriflegs samþykkis Maríu Kristu.
Annað efni má heldur ekki afrita, dreifa, breyta eða birta þriðja aðila.