Nýjar vörur

Stafaspilið NÝTT hjá Kristu

Notify me when this product is available:

STAFASPILIÐ:
Stafalist er Íslenkst stafaspil hannað af Davis lesblindu ráðgjafa. En það nýtist öllum, ungum nemendum sem eru að læra stafina, þeim sem eru með námsörðugleika, fötluðum og þeim sem eru að læra íslensku.
Spilið er byggt á 13 ára reynslu við vinnu með börnum með og án námsörgðuleika.
-Hugmyndin kviknaði í gegnum vinnu okkar sem Davis-lesblindu ráðgjafar. Við höfum undanfarin ár verið að vinna með mjög ungum einstaklingum og vantaði einföld námsgögn til að senda heim með þeim. Við leituðum að spili sem væri með alla íslensku stafina, bæði há- og lágstafina, án mynda eða nokkurs annars sem dregur athyglina frá stöfunum. Þetta fundum við ekki þannig að lausnin varð sú að hanna þetta sjálfar og fara með í framleiðslu.
-Stærðin á spilunum er u.þ.b. 10 x 8,5 cm. þau henta því einstaklega vel til þess að móta stafina úr leir beint á spjaldið. Þannig fæst tilfinning fyrir réttri lögun og hlutfalli stafanna.
Spilið inniheldur: Alla 36 há- og lágstafina, 8 bros- og fýlukarla, leiðbeiningaspjöld.
Hægt að spila eins og:
Veiðimann - Para saman stóran og lítinn staf til að mynda slag.
Samstæðuspil - Para saman stóran og lítinn staf.
Orðaspil - Eins og gamla Rommy, sá vinnur sem hefur flest stig eftir að hafa lokað. En hver stafur gefur ákveðinn fjölda stiga.
Einnig er hægt að nota spilið til að mynda orð, nöfn og bara hvað sem er sem inniheldur bókstafi.
Fyrir þá sem vilja leira stafina þá er hægt að leira ofan á spilið því það er með húð sem hægt er að þurrka ef.
GÓÐA SKEMMTUN!

Hægt að spila: Veiðimann. Para saman stóran og lítinn staf til að mynda slag. Samstæðuspil. Para saman stóran og lítinn staf, broskall segir gerður aftur og fýlukall bíddu eina umferð.
Fyrir lengra komna er hægt að nota spilið til að mynda orð, hver stafur gefur ákveðinn fjölda stiga, sá sigrar sem hefur flest stigin.
Útgefandi: S.Jens ehf. 2013.
Smá fróðleikur um Ron Davis:
Ron fæddist 1940 og var greindur sem Kannis baby sem er hugtak sem síðar varð skilgreint sem einhverfa. Hann fann sig ekki sem einstaklingur, talaði ekki og kunni ekki að lesa og í raun talinn vera langt undir greindarmörkum. Um 17 ára aldur var þó einhver sem sá í gegnum þennan dreng sem náði ekki að tjá sig sökum einhverfunnar og þegar hann fór aftur í greindarprófsmælingu kemur í ljós að hann er stærðfræðiséni og langt yfir meðallagi í greind þrátt fyrir að kunna ekki að lesa og tala almennilega. 
Um 38 ára aldur var hann orðinn auðugur verkfræðingur þrátt fyrir þessa miklu námserfiðleika, á leið á eftirlaun langt um aldur fram þegar hann áttar hann sig að lesblinduna þyrfti að laga til að hann gæti funkerað í samfélaginu og eins og við flest skiljum texta útfrá myndum þá hjálpaði það honum ekki því hann myndaði ekki orð í huganum eins og margir aðrir, sá bara myndir fyrir sér sem er algengt hjá fólki með adhd, sérstaklega drengjum. Með því að stilla skynjunina og fækka áreiti í kringum stafi og orð, og nota ekki myndlíkingar í kringum stafi og orð eins og t.d. F og mynd af Fána þá ná þessir einstaklingar að einbeita sér betur að stafnum sjálfum.